Skilmálar

Skilmálar fyrir gjaldfrjálsum aðgangi að ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar:

  1. Sá sem óskar eftir gjaldfrjálsum aðgangi að staðlinum ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar, hér eftir nefndur „NOTANDI“, fellst á eftirfarandi skilmála með því að haka við orðið „Samþykkt“ í umsóknarferlinu. Með slíku samþykki lýsir NOTANDI því jafnframt yfir að hafa lesið og skilið skilmálana í heild sinni ásamt mögulegum viðaukum..
  2. Staðlaráð afhendir NOTANDA aðgangsupplýsingar með eftirfarandi skilyrðum:
    1. Staðlaráð á höfundarrétt að öllum stöðlum og öðrum skjölum sem veittur er aðgangur að samkvæmt samningi þessum.
    2. NOTANDA er óheimilt að að nota efni úr staðlinum án leyfis frá Staðlaráði Íslands.
    3. NOTANDA er óheimilt að senda eða selja efni sem hann fær aðgang að til þriðja aðila.
    4. NOTANDA er óheimilt að deila aðgangsupplýsingum til þriðja aðila.
  3. Auk ákvæða þessa samnings falla staðlar undir höfundarréttarlög nr. 73/1972, auk annarra ákvæða íslenskra laga og alþjóðlegra samninga sem Ísland er aðili að og kunna að eiga við um samning þennan
  4. Samning þennan má endurskoða að beiðni Staðlaráðs með tilliti til tæknilegrar útfærslu við að uppfylla hann. Staðlaráð hefur heimild til að ganga úr skugga um að skilmálar þessa samnings séu uppfylltir og NOTANDI skuldbindur sig til að láta í té nauðsynlegar upplýsingar í því sambandi.
  5. Við brot á samningsskilmálum er Staðlaráði heimilt að rifta samningi án tafar.
  6. Rísi ágreiningur um túlkun ákvæða þessa samnings skal bera hann undir Héraðsdóm Reykjavíkur.