Um vefinn

Forsætisráðuneytið og Staðlaráð Íslands hafa gert með sér samstarfssamning sem tryggir almennan aðgang að jafnlaunastaðlinum ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar (jafnlaunastaðall).

Á vef þessum er unnt að sækja um gjaldfrjálsan lesaðgang að umræddum staðli. Einnig er hægt að kaupa staðalinn á pappír.

Með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla á kvenna nr. 10/2008, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2017 var kveðið á um lögfestingu skyldu til vottunar jafnlaunakerfa hjá stofnunum og fyrirtækjum þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri, að jafnaði á ársgrundvelli. Meginmarkmið laga um jafnlaunavottun er að eyða kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögunum, sem öðluðust gildi 1. janúar 2018, skal jafnlaunavottun byggjast á staðlinum ÍST 85 en Staðlaráð Íslands fer með höfundarrétt staðalsins.

Nánari upplýsingar um jafnlaunavottun er að finna á vef forsætisráðuneytisins.